Atvinnurekendur og launafólk vita hve miklu máli það skiptir að hið opinbera fari vel með skattfé og bruðli ekki með fé annarra.
Sigþrúður Ármann
Sigþrúður Ármann

Sigþrúður Ármann

Sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarkerfi og tryggja að íslenskt samfélag haldist áfram í fremstu röð í lífsgæðum og tækifærum fyrir alla Íslendinga.

Áskoranir atvinnurekenda

Það eru margar áskoranir sem atvinnurekendur standa frammi fyrir. Sem framkvæmdastjóri og einn eigenda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði hef ég persónulega reynslu af því að reka fyrirtæki og mæta þessum áskorunum.

Atvinnurekendur þekkja það á eigin skinni hvernig það er að þurfa að eiga fyrir launum um hver mánaðamót, að þurfa að greiða tryggingagjald, sem er skattur á að hafa fólk í vinnu, að hagræða og skera niður, að takast á við vaxtahækkanir og síauknar kröfur, svo ekki sé minnst

...