Þeir Mathias Spoerry söngvari og Sergio Coto Blanco lútu- og gítarleikari flytja frönsk lög frá miðöldum til barokks í Breiðholtskirkju í dag, laugardaginn 19. október, á fyrstu tónleikum vetrarins á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar. Segir í tilkynningu að verkin sem verði á efnisskránni séu eftir ýmsa höfunda, þar á meðal þá Pierre Attaignant, Adrien Le Roy, Guillaume de Machaut, Victor de Montbuisson, Nicolas Vallet, Etienne Moulinié og Michael Lambert.