Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að vesturveldin yrðu að styðja áfram við Úkraínumenn þar til þeir hefðu tryggt sér „réttlátan og varanlegan“ frið. Biden heimsótti í gær Þýskaland í síðasta sinn sem forseti og fundaði þar með Olaf …
Berlín Leiðtogar vesturveldanna funduðu í gær í Berlín um málefni Úkraínu og átökin í Mið-Austurlöndum.
Berlín Leiðtogar vesturveldanna funduðu í gær í Berlín um málefni Úkraínu og átökin í Mið-Austurlöndum. — AFP/Tobias Schwarz

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að vesturveldin yrðu að styðja áfram við Úkraínumenn þar til þeir hefðu tryggt sér „réttlátan og varanlegan“ frið. Biden heimsótti í gær Þýskaland í síðasta sinn sem forseti og fundaði þar með Olaf Scholz Þýskalandskanslara, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Keir Starmer, forsætisráðherra Breta.

Biden sagði að framundan væri erfiður vetur fyrir Úkraínumenn, og að vesturveldin gætu ekki leyft sér að slaka á stuðningi sínum. Ummæli Bidens féllu degi eftir að Volodimír Selenskí kynnti siguráætlun sína fyrir forsvarsmönnum ESB og NATO í Brussel.

Áætlunin kallar á að Úkraína fái tafarlausa inngöngu í Atlantshafsbandalagið, sem og að Úkraínumenn fái að beita langdrægum vopnum frá vesturveldunum innan landamæra Rússlands, en leiðtogar vesturveldanna hafa hingað til ekki vilja verða

...