Hvenær skyldu íslenskir bændur fara að vinna metan á búum sínum sér og samfélaginu öllu til hagsbóta?
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Lengi vel voru allir flutningar með hestum eða fólk bar allt á sjálfu sér eins og tíðkaðist í yfir þúsund ár á Íslandi. Undir lok 19. aldar komu hestvagnar til sögunnar og varð til nýtt handverk, vagnasmíði, sem er undanfari bifreiðasmíða og viðgerða farartækja.

Oft er vikið að eldsneytisnotkun á Íslandi og hefur margt misjafnt verið rakið þar. Hafa ökutæki landsmanna lengst af nánast einungis verið knúin áfram af innfluttu bensíni og dísilolíu.

Fyrir um 40 árum var Gísli Jónsson prófessor við Háskóla Íslands með sérstakt rannsóknarverkefni í sínum höndum þar sem hann ók bifreið sem knúin var einungis rafmagni. Það þótti áhugavert að nýta rafmagn framleitt í landinu þegar innflutta eldsneytið hækkaði skyndilega mjög mikið 1973 og aftur nokkrum árum síðar. Allar upplýsingar um ferðir

...