Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík dagana 27. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segist ekki telja að væntanlegar alþingiskosningar hér á landi og kosningabaráttan þeim tengd muni hafa áhrif á þingstörfin
Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs var síðast haldið í Ósló en Norðurlöndin skiptast á um að halda þingið.
Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs var síðast haldið í Ósló en Norðurlöndin skiptast á um að halda þingið. — Magnus Fröderberg/Norden.org

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík dagana 27. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segist ekki telja að væntanlegar alþingiskosningar hér á landi og kosningabaráttan þeim tengd muni hafa áhrif á þingstörfin.

„Ég spái öflugu og góðu þingi,“ segir Bryndís við Morgunblaðið.

Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var kynnt á þingi ráðsins í Ósló á síðasta ári undir yfirskriftinni Friður og öryggi á norðurslóðum. Bryndís segir að það sem hafi verið hvað viðkvæmast á þessu ári og mestur tíminn farið í sé að finna pólitíska lendingu í því hvernig breyta eigi Helsingforssamningnum, sem er frá árinu 1962 og er eins konar stjórnarskrá Norðurlandaráðs. Hefur forsætisnefnd Norðurlandaráðs

...