Meidd Lovísa Björt verður lengi frá vegna alvarlegra hnémeiðsla.
Meidd Lovísa Björt verður lengi frá vegna alvarlegra hnémeiðsla. — Morgunblaðið/Óttar

Lovísa Björt Henningsdóttir, fyrirliði Hauka í körfubolta, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné í leik liðsins gegn Stjörnunni í úrvalsdeildinni í vikunni. Lovísa Björt verður því lengi frá keppni og tímabili hennar að öllum líkindum lokið. Í tilkynningu frá Haukum segir að hún muni halda áfram að vera hluti af liðinu þrátt fyrir meiðslin. Haukar hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni og eru á toppnum.