Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Það eru umbrotatímar í stjórnmálum í heiminum. Kosningar víða um heim og í Bandaríkjunum verður kosið innan fárra daga. Kosningar sem munu hafa mikil áhrif og við fylgjumst með með hnút í maganum. Frambjóðendurnir tveir gætu vart verið ólíkari og samkvæmt skoðanakönnunum er allt hnífjafnt. Hjá okkur á Íslandi verður kosið 30. nóvember og umræðan hefur verið um víðan völl. En eitt er að verða ljóst: Kosningarnar í lok nóvember munu m.a. snúast um kvenfrelsi. Hvort við ætlum aftur á bak eða áfram.

Þótt margt hafi áunnist er enn langur vegur frá að jafnrétti sé náð. Þrettán af hverjum hundrað konum hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar hér á landi. Fæst þessara ofbeldisverka eru tilkynnt og fá leiða til sakfellingar. Þrátt fyrir umbætur á lögum. Verkefnið Áfallasaga kvenna hefur leitt í ljós að tæpur helmingur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, tæpur fjórðungur

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir