Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson hafa verið ráðnir þjálfarar Vals í knattspyrnu kvenna. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins

Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson hafa verið ráðnir þjálfarar Vals í knattspyrnu kvenna. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías lék með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferilinn hjá félaginu. Kristján Guðmundsson er einnig þekktur innan Vals því hann hefur komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár.

Ómar Ingi Guðmundsson er hættur þjálfun karlaliðs HK í fótbolta, en liðið féll á laugardag úr Bestu deildinni. Ómar tók við HK í maí árið 2022 og kom HK upp í Bestu deildina og hélt liðinu þar uppi í eitt tímabil. Eftir harða fallbaráttu í ár urðu Ómar og HK-ingar að sætta sig við fall, eftir stórtap gegn KR, 7:0, í lokaumferðinni.

...