Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ég er fæddur 5.5. '55 og valdi mér góða kennitölu hjá Hagstofunni og nú segja talnaspekingarnir að maður sé orðinn gamalmenni og þá verður maður víst að standa við það og hætta starfi næsta vor þegar dagurinn 5.5. 2025 rennur upp,“ segir Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, en staða prests Óháða safnaðarins var auglýst til umsóknar á dögunum.
Það er þó ekki að heyra á Pétri að aldurinn sé að færast yfir enda maðurinn annálaður fjörkálfur og lét sig ekki muna um að undirbúa sláturveislu fyrir fjölda manns meðan á viðtalinu stóð.
„Ég er búinn að vera prestur í þrjátíu ár, sem er ágætis tími, svo það er ekkert að því að maður taki sér hlé og einhver nýr maður komi í manns
...