„Það reynir á leiðtogahæfnina og þá sérstaklega á skipulags- og samskiptahæfni að sinna samsettri fjölskyldu, sjálfri mér og starfsframanum.“ Maríanna segist alltaf hafa ætlað að verða dýralæknir og því farið á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Guðrún Sigríður Sæmundsen
gss@mbl.is
„Það reynir á leiðtogahæfnina og þá sérstaklega á skipulags- og samskiptahæfni að sinna samsettri fjölskyldu, sjálfri mér og starfsframanum.“
Maríanna segist alltaf hafa ætlað að verða dýralæknir og því farið á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Mörg mótandi verkefni
„Verkefni mín á lífsleiðinni hafa mótað mig mjög mikið en þá sérstaklega að upplifa bróðurmissi 17 ára gömul er hann framdi sjálfsvíg,“ og segist hún eftir þá lífsreynslu hafa fundið hve mikilvægt væri að sinna lífshamingjunni.
Eftir framhaldsskólaárin fór Maríanna í nám í rekstrarverkfræði til að halda sem flestum dyrum opnum. Á árum sínum hjá VÍS sem
...