Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til klukkan tólf á hádegi í dag. Framboðum er hægt að skila rafrænt en einnig má skila þeim inn í Stemmu í Hörpu á milli klukkan 10 og 12 í dag.
Þá er hægt að skila inn framboðum hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sýslumanninum á Norðurlandi vestra og sýslumanninum á Suðurlandi. Skila má framboðum óháð kjördæmum.
Með framboðum skal fylgja: tilkynning um framboð þar sem koma fram upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna og listabókstaf þeirra samkvæmt skrá dómsmálaráðuneytisins, framboðslisti viðkomandi stjórnmálasamtaka ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð, upplýsingar um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra, og yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi
...