Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, varð langefstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, fyrir Bestu deild karla í fótbolta á keppnistímabilinu 2024. Höskuldur lék alla 27 leiki Íslandsmeistara Breiðabliks og fékk í þeim samtals 25…

Besta deildin 2024

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, varð langefstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, fyrir Bestu deild karla í fótbolta á keppnistímabilinu 2024.

Höskuldur lék alla 27 leiki Íslandsmeistara Breiðabliks og fékk í þeim samtals 25 M, og var því skammt frá því að vera með eitt M að meðaltali í leik.

Hann átti mjög jafnt og gott tímabil með Blikunum sem endurspeglast í einkunnagjöfinni því Höskuldur fékk eitt M fyrir flesta leiki liðsins í öllum mánuðum tímabilsins. Ágústmánuður stóð þó upp úr hjá fyrirliðanum sem fékk þá þrisvar tvö M og samtals níu M í sex leikjum meistaranna.

Höskuldur var þá útnefndur besti

...