TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Byrjum á því að tala um þessa sterku stöðu sem ég minnist á í inngangi. Ég er að tala um vegferð svofelldra arfleifðarsveita („legacy“), hljómsveitir sem áttu farsælan feril fyrir einhverjum áratugum en njóta jafnvel enn meiri hylli í dag. Á vissan hátt. The Cure og Iron Maiden, svo ég noti skyld dæmi um þetta þó að tónlistin sé gerólík, voru risastórar á níunda áratugnum og í dag halda þær hljómleika um gervallan heim og fylla leikvanga eins og ekkert sé. Aðdáun á hljóðheimi þessara sveita gengur niður kynslóðirnar og afi og amma mæta á svæðið ásamt barnabörnunum. Fleira er hægt að tína til hvað þessa þróun varðar en óneitanlega er það merkilegt að sjá sveitir sem eru búnar að breyta tónlistarmenningunni, búnar að skila sínu í raun, njóta áframhaldandi athygli
...