Umkomulaus og yfirgefinn kettlingur, sem góðhjartaður Þjóðverji tók heim með sér, vakti mikla athygli eftir að hafa verið settur í dýraathvarf vegna óvenju árásargjarnrar hegðunar. Í ljós kom að dýrið var ekki heimilisköttur heldur evrópskur…
— Ljósmynd/Tierheim Bergheim

Umkomulaus og yfirgefinn kettlingur, sem góðhjartaður Þjóðverji tók heim með sér, vakti mikla athygli eftir að hafa verið settur í dýraathvarf vegna óvenju árásargjarnrar hegðunar. Í ljós kom að dýrið var ekki heimilisköttur heldur evrópskur villiköttur, vernduð og sjaldgæf tegund, að sögn talsmanns Retscheider Hof. Evrópskir villikettir líkjast bröndóttum heimilisköttum en eru stærri, þéttvaxnari og hafa styttra skott með dökkum enda. Þá er nánast ómögulegt að temja og þeir lifa í afskekktu skóglendi víða í Evrópu. Nánar á K100.is.