Lækka þarf skatta og tryggja þannig athafnafrelsi og að kakan sem er til skiptanna stækki með meiri verðmætasköpun.
Albert Þór Jónsson
Albert Þór Jónsson

Albert Þór Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn byggir stefnu sína á frelsi, athafnafrelsi og fjárhagslegu sjálfstæði einstaklingsins sem er grundvöllur jafnréttis. Þá er hlutverk stjórnvalda ekki að jafna hag manna með valdboði heldur að tryggja að kakan sem er til skiptanna sé sem stærst og umbun fylgi árangri. Á sama tíma sé stutt við þá sem höllum fæti standa á hverjum tíma. Í ljósi þessarar stefnumörkunar er ljóst að auka þarf verðmætasköpun með lækkun skatta en einnig meiri árangri í rekstri ríkissjóðs með:

1. Virkri eignastýringu: Selja óarðbærar fjárfestingar hjá ríkisjóði og setja fjármagn í ný arðbær fjárfestingarverkefni. Ráðstafa háum fjárhæðum í arðbær og verðmætaskapandi verkefni sem skapa spennandi atvinnutækifæri til framtíðar fyrir sem flesta og auka þannig hagvöxt til lengri tíma. Dæmi um áhugaverð innviðaverkefni er Sundabraut,

...