Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í hinum forna Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi, orti: Veturnótta fönnin fýkur, fyllir gengin sumars spor. Hjá mjer þessum heyskap lýkur er heilsar loksins næsta vor
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í hinum forna Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi, orti:
Veturnótta fönnin fýkur,
fyllir gengin sumars spor.
Hjá mjer þessum heyskap lýkur
er heilsar loksins næsta vor.
Eitthvað gekk brösuglega í golfferð vinanna Steinars Þórs Sveinssonar og Bertels Ólafssonar, eins og fræðast mátti um í Vísnahorni fyrir skemmstu, en svo virðist sem bjartara hafi verið yfir lokadeginum. Eins og Steinar orðar það:
Sólin yfir sveinum hlær
sveiflur allar hreinar.
Vel nú Berti boltann slær
bestur er samt
...