„Maðurinn hefur alltaf verið að reyna að skilja sköpunargáfuna og ég held því fram að okkur hafi ekki gengið neitt sérstaklega illa, en ekki heldur neitt sérstaklega vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Maðurinn hefur alltaf verið að reyna að skilja sköpunargáfuna og ég held því fram að okkur hafi ekki gengið neitt sérstaklega illa, en ekki heldur neitt sérstaklega vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Nýtt verkefni fyrirtækisins er nú á vefnum þar sem fólk getur tekið þátt í könnun og verða gögnin notuð til að kanna erfðir sköpunargáfu og tengsl hennar við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir eins og ADHD.
Skrýtinn eða geðveikur?
„Við höfum birt nokkrar greinar, m.a. þar sem við sýndum fram á að arfgengi eða hættu á að fá geðklofa fylgir tilhneiging til að hafa töluvert mikla sköpunargáfu. Þannig að til þess að geta gert eitthvað nýtt þarftu að hugsa aðeins öðruvísi en annað fólk. Og ef
...