Hlutdeild innviðafjárfestingar í landsframleiðslu Íslands var ásættanleg fyrir hrunið haustið 2008. Þá brast okkur kjark og síðan höfum við safnað innviðaskuldum. Þær þarf að borga.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson
Mörg álitaefnin bíða komandi þingkosninga og margt brennur á mönnum. Húsnæðis- og vaxtamál, heilbrigðismál, skólamál, og svo mætti lengi telja. Sama gildir fyrir Vestfirðinga. Eitt er þó ofarlega í huga fyrir vestan, það eru samgönguinnviðir. Bágt ástand þeirra hvílir á með þunga.
Síðustu ár hafa Vestfirðir notið velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Tala mætti um efnahagsævintýri, sem byggist á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldi og velgengni fyrirtækja á svæðinu. Kraftur mannauðs og fyrirtækja hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Skatttekna sem þjóðin þarf á að halda til þess m.a. að styrkja mennta- og heilbrigðiskerfið.
Efnahagsævintýrið hvílir á innviðum
Áframhald á efnahagsævintýri Vestfjarða byggist
...