Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir
Það virðist eiga að keyra Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) í þrot miðað við þær fjárhæðir sem eru ætlaðar stofnuninni samkvæmt fjárlögum 2025. Við sem störfum í heyrnarþjónustu hér á landi teljum það skyldu okkar að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin og standa með okkar fagstofnun.
Einkageirinn getur þjónustað ansi breiðan hóp heyrnarskertra. HTÍ á að vera fagstofnun okkar allra sem störfum við heyrnarþjónustu. Við eigum að geta leitað til hennar eftir ráðleggingum, sótt þangað endur- og símenntun auk þess sem stofnunin á að vera ráðgefandi og leiðbeinandi fyrir fagaðila og stjórnvöld. Eins beina einkaaðilar einstaklingum með ákveðin frávik til HTÍ eða háls-, nef- og eyrnalækna. HTÍ ætti að geta sinnt opinberri heyrnarþjónustu um allt land ásamt rannsóknum, forvörnum og
...