Sigurður Bjarnason fæddist í Kópavogi 23. nóvember 1960. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. október 2024.

Foreldrar hans voru Ragna Kristjánsdóttir, f. 25. júní 1922, d. 30. desember 1978, og Bjarni Sigurðsson, f. 16. október 1924, d. 14. maí 2015.

Systur Sigurðar eru Gerður Kristín, f. 4. október 1956, og Ólafía Bjarnadóttir, f. 25. ágúst 1959.

Á sínum yngri árum var Sigurður virkur í skátahreyfingunni og gekk hann í hjálparsveit skáta í Kópavogi um leið og hann hafði aldur til. Sat hann í stjórn Bandalags íslenskra skáta snemma á níunda áratugnum og sinnti þar meðal annars alþjóðlegu samstarfi. Auk skátanna var hugur hans í pólitík og sat hann um tíma í stjórn Týs, félags ungra sjálfstæðismanna. Sigurður var sjálfstætt starfandi og fékkst við bókhald.

...