„Það er mjög misjafnt hvernig sveitarfélög líta á þjónustu við hesthúsahverfin í þéttbýli og okkar íþróttamannvirki, sem eru m.a. reiðvegir. Það er misvel að þessu staðið af sveitarfélögum, líka hvað varðar þjónustu við snjómokstur og annað,“ segir Guðni Halldórsson lögfræðingur og fv. formaður Landssambands hestamannafélaga.
„Sum sveitarfélög hafi litið á kostnað við snjómokstur sem hluta af framlagi sveitarfélagsins til íþróttastarfs í viðkomandi félagi, sem við teljum ekki eðlilegt,“ segir Guðni og bætir við að snjómokstur ætti að vera hluti af eðlilegri gatnaþjónustu sveitarfélaga.
„En hvernig gatnamálin eru í hesthúsahverfunum er á hendi einstakra hestamannafélaga að hafa samband við sitt sveitarfélag, því auðvitað eru hestamenn kjósendur í sínum
...