2016 „„Stórkostleg byrjun. Hvað er annað hægt að segja? Íslenska landsliðið sýndi af sér gífurlega seiglu og karakter.“ Víðir Sigurðsson blaðamaður um frammistöðu Íslendinga gegn Portúgal.
Gleði Íslensku landsliðsmennirnir fagna marki Birkis Bjarnasonar (nr. 8) í leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne.
Gleði Íslensku landsliðsmennirnir fagna marki Birkis Bjarnasonar (nr. 8) í leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. — AFP/Odd Andersen

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

„Íslenska landsliðið í knattspyrnu sýndi frækna frammistöðu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgala. Birkir Bjarnason skoraði íslenska markið af stuttu færi á 50. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar og tryggði liðinu fyrsta stigið á mótinu.“

Með þessum orðum hófst frétt á forsíðu Morgunblaðsins 15. júní 2016, en kvöldið áður hafði karlalandslið þjóðarinnar leikið sinn fyrsta leik á stórmóti, EM í Frakklandi. Fréttinni fylgdi fimm dálka mynd af „strákunum okkar“ að fagna marki Birkis.

Leikurinn fór fram í Saint-Étienne en þangað höfðu fjölmargir Íslendingar lagt leið

...