Portfolio gallery Fyglingar ★★★½· Ólöf Nordal sýnir. Texti í sýningarskrá: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Hljóðmynd: Hjalti Nordal. Teiknimynd: Gunnar Karlsson. Sýningin stendur til og með 2. nóvember 2024 og er opin fimmtudag til laugardags kl. 14-18.
Myndlist
Hlynur
Helgason
Í Portfolio galleríi stendur nú yfir sýning á verkum Ólafar Nordal. Sýningin er látlaus og samanstendur af röð smárra bronsstyttna eða standmynda. Myndirnar bera svipmót hálfmennskra furðuvera sem standa eða sitja víðs vegar um salinn og er raðað upp eins og í sviðsetningu um samband þeirra á milli. Skopleg hljóðmynd í meginrýminu gefur verunum kómískan blæ.
Ólöf lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands en lauk seinna framhaldsnámi í skúlptúr í Bandaríkjunum. Í upphafi vakti hún athygli fyrir verk þar sem hún rannsakaði sögur af furðuskepnum sem skáru sig úr. Þetta gátu verið raunverulegar skepnur, eins og til dæmis hvítir hrafnar sem urðu Ólöfu yrkisefni á sýningu þar sem myndir fjögurra gifshrafna voru
...