Breyt­ing á vinnu­fyr­ir­komu­lagi kenn­ara, til dæm­is með því að auka hlut­fall kennslu og lengja skóla­árið, er eitt af því sem samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) er að reyna að koma inn í sam­talið við Kenn­ara­sam­band…

Breyt­ing á vinnu­fyr­ir­komu­lagi kenn­ara, til dæm­is með því að auka hlut­fall kennslu og lengja skóla­árið, er eitt af því sem samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) er að reyna að koma inn í sam­talið við Kenn­ara­sam­band Íslands í kjara­deil­unni, sem virðist þó ennþá öll í hnút.

Með breyttu vinnu­fyr­ir­komu­lagi væri hægt að auka verðmæti starfs­ins, spara á ein­hverj­um sviðum og létta á vinnu­álagi kenn­ara.

Þetta sagði Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar SÍS, í sam­tali við mbl.is í gær.

Segir hún að hug­mynd­ir um hvernig megi draga úr vinnu­álagi kenn­ara hafi einnig komið fram. Til stendur að halda samtalinu áfram í dag að sögn Ingu.

Verk­föll hóf­ust í níu skól­um á þriðjudag og boðað hef­ur verið til verk­falla í fleiri skól­um í nóv­em­ber. Þá er viðbúið að enn fleiri skól­ar bæt­ist í hóp­inn ef samn­ing­ar nást ekki fljót­lega.