Þegar komið er inn á veitingastaðinn Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði blasir við ótrúlegur fjöldi myndavéla af öllum stærðum og gerðum. „Ég er með um 400 myndavélar í skápum og hillum hérna, þá elstu frá 1908, en svo á ég um 150 til viðbótar í kössum,“ segir Svavar G
Á Ban Kúnn Svavar G. Jónsson þakkar fyrir að hafa safnað myndavélum en ekki fornbílum.
Á Ban Kúnn Svavar G. Jónsson þakkar fyrir að hafa safnað myndavélum en ekki fornbílum. — Morgunblaðið/Hákon

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Þegar komið er inn á veitingastaðinn Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði blasir við ótrúlegur fjöldi myndavéla af öllum stærðum og gerðum. „Ég er með um 400 myndavélar í skápum og hillum hérna, þá elstu frá 1908, en svo á ég um 150 til viðbótar í kössum,“ segir Svavar G. Jónsson, veitingamaður og eigandi staðarins.

Þegar Svavar var á fermingaraldri vildi hann verða ljósmyndari og átti sér þá ósk heitasta að fá myndavél í fermingargjöf eins og bróðir hans hafði fengið tveimur árum áður frá vinafólki foreldra sinna. „Þau gáfu mér vekjaraklukku.“ Hann hafi samt ekki sagt skilið við hugmyndina um að verða ljósmyndari, hafi eignast myndavél, lært á hana án aðstoðar og myndað mikið en síðan snúið sér að söfnuninni.

...