Á morgun, föstudaginn 1. nóvember, munu upplýsingatæknifyrirtækin Andes, Prógramm og Miracle sameinast undir nafninu APRÓ. Höfuðstöðvar félagsins eru í Urðarhvarfi í Reykjavík. Áttatíu manns munu vinna hjá hinu sameinaða félagi og ársveltan verður ríflega tveir milljarðar króna
Tækni Útgangspunkturinn er ávallt viðskiptaleg markmið viðskiptavina að sögn Hlöðvers Þórs Árnasonar.
Tækni Útgangspunkturinn er ávallt viðskiptaleg markmið viðskiptavina að sögn Hlöðvers Þórs Árnasonar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Á morgun, föstudaginn 1. nóvember, munu upplýsingatæknifyrirtækin Andes, Prógramm og Miracle sameinast undir nafninu APRÓ. Höfuðstöðvar félagsins eru í Urðarhvarfi í Reykjavík.

Áttatíu manns munu vinna hjá hinu sameinaða félagi og ársveltan verður ríflega tveir milljarðar króna.

Saga fyrirtækisins er áhugaverð eins og Hlöðver Þór Árnason forstjóri fer yfir með blaðamanni.

„Það má rekja upphafið til þess þegar ég hætti störfum í upplýsingatæknideild Kviku banka og fór að skoða ný tækifæri. Ég átti samtal við Leitar sem rekur leitarsjóði þar sem einstaklingar, oft nýkomnir úr MBA-námi, eru styrktir til að finna fyrirtæki til að kaupa og reka í ákveðinn

...