Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Caroline Stage er stafvæðingarráðherra Danmerkur. Erik Slottner er ráðherra málefna sveitarfélaga í Svíþjóð. Karianne Oldernes Tung er ráðherra sveitarstjórnar og nútímavæðingar í Noregi. Wille Rydman er fjármálaráðherra Finnlands. Karin Ellemann er framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. André Rogaczewski er forstjóri Netcompany og stjórnarmaður Digital Dogme. Martin Svensson er framkvæmdastjóri AI Sweden. Karoliina Partanen er framkvæmdastjóri AI Finland.
Norðurlöndin hafa löngum verið öðrum þjóðum fyrirmynd þegar kemur að viðbrögðum við samfélagslegum áskorunum og mikið frumkvöðlastarf hefur verið unnið á fjölmörgum sviðum, allt frá orkuskiptum til jafnréttis á vinnumarkaði. Samfélög okkar eru opin, örugg og traust, ekki síst vegna sterkrar stjórnmálalegrar, menningarlegrar og efnahagslegrar samvinnu
...