Viðtal

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það stóð ekkert til að skrifa þessa bók. Ég var með tvö önnur verkefni í gangi og ætlaði að sjá hvað kæmi út úr þeim. Á endanum lagði ég allt annað til hliðar, byrjaði fyrsta janúar og sagði engum frá því. Mér fannst enn vera eitthvað ósagt um Huldu,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur.

Ný bók Ragnars er sú fjórða í röðinni um lögreglukonuna Huldu. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og nýverið voru frumsýndir sjónvarpsþættir sem byggðir eru á þeim. Það var einmitt við gerð þáttanna sem hugmyndin að fjórðu bókinni kviknaði.

„Já, þetta gerðist raunverulega þannig að ég mætti mikið á tökustað þáttanna og var eitthvað að

...