Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari hefur verið heillengi í hárgreiðslubransanum. Hann lærði hárgreiðslu í iðnskólanum, starfaði hér á landi en einnig í Mílanó í Ítalíu. Þá opnaði hann hárgreiðslustofu árið 2002
— Ljósmynd/Axel Þórhallsson

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari hefur verið heillengi í hárgreiðslubransanum. Hann lærði hárgreiðslu í iðnskólanum, starfaði hér á landi en einnig í Mílanó í Ítalíu. Þá opnaði hann hárgreiðslustofu árið 2002. Hann sinnti mörgum mismunandi verkefnum en fyrir nokkrum árum skipti hann um gír og opnaði veitingastað. Nú er hann kominn aftur í hárbransann eftir tveggja ára hlé og lokaði nýverið viðburði á vegum Hársnyrtifélags Norðurlands með hressandi tískusýningu.

„Ástæðan fyrir því að ég er kominn aftur í hárbransann er sú að þetta er mín ástríða. Að skapa og vesenast í tísku og öðru sem tengist faginu. Ég prófaði veitingarekstur og opnaði stað sem var gamall draumur en ákvað svo að láta gott heita. En það fer bara í gamla góða reynslubankann,“ segir Ásgeir sem klippir nú

...