Íslenskar útgerðir greiddu tæplega 6,5 milljarða í veiðigjöld á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Á sama tímabili í fyrra námu veiðigjöldin rétt rúmum sjö milljörðum króna, en þar af voru tæplega 1.784 milljónir vegna loðnu. Eins og flestum er kunnugt var engin loðnuvertíð síðastliðinn vetur og ef veiðigjöld eru skoðuð án gjalda vegna loðnuveiða voru þau á fyrstu átta mánuðum í fyrra 5,2 milljarðar. Innheimt gjöld án áhrifa loðnuveiða hafa því aukist um tæp 23% milli ára.
Af innheimtum veiðigjöldum greiða stærstu útgerðirnar bróðurpartinn.
Ef litið er til álagningarinnar hefur hún aukist töluvert í tilfelli flestra nytjastofna frá árinu 2022. Má til að mynda nefna að aukningin er 50% í tilfelli þorsks, 38% fyrir ufsa og 30% fyrir ýsu. Álagningin tekur mið af afkomu veiða hverrar tegundar fyrir sig. »36