Gleði Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir er þær voru tilnefndar.
Gleði Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir er þær voru tilnefndar. — Morgunblaðið/Arnþór

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti samtals 7.660.000 krónur í styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í seinni úthlutun ársins, en alls barst 61 umsókn. Styrkirnir voru veittir til 34 þýðinga á íslenskum bókum á 17 tungumál, m.a. á spænsku, ensku, ítölsku, ungversku, hollensku, frönsku, króatísku og norsku. Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur, sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, kemur út í Noregi og Svíþjóð; Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, sem einnig var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, kemur út í Svíþjóð. Lungu eftir Pedro Gunnlaug García kemur út á Spáni, í Portúgal og Póllandi. Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur kemur út í Danmörku. Ljóð Gyrðis Elíassonar koma út í Svíþjóð og í Hollandi. Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur kemur út í þýskri þýðingu

...