Ábati – hugleiðing um efni nefnist sýning á ljósmyndaverkum Helga Vignis Bragasonar sem opnuð verður í Slökkvistöðinni í Gufunesi á morgun kl. 17. Þar fjallar Helgi um „flókna og umdeilda ríkisframkvæmd í óteljandi lögum. Helgi myndar byggingarnar á framkvæmdatíma þegar verk liggja niðri og fangar þannig tilurð byggingar og aðdráttaraflið sem felst í augnablikinu þegar allt er hljótt og rykið sest. Við sjáum djúpt inn í óravíddir mannvirkisins. Ljósmyndavélin fangar hrá yfirborð, flækta taugaenda og marglaga strúktúra. Hálfkveðnar setningar. Þar býr fegurð í eðli hluta og efna sem hafa ferðast mörg þúsund kílómetra leiðir úr öllum heimshornum,“ segir í kynningu. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir arkitekt.
Helgi útskrifaðist úr diploma-námi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum árið 2023 og er einnig með B.Sc.-gráðu í byggingafræði og M.Sc.-gráðu
...