Magnús B. Einarson fæddist 29. júní 1943. Hann lést 19. október 2024.
Útför hans fór fram 30. október 2024.
Ég hitti Magnús fyrst nálægt aldamótum. Nokkrir áhugamenn og samtök höfðu ákveðið að byggja golfvöll á svæði sem menn töldu henta undir níu holu völl í landi Hreðavatns í Borgarfirði. Á þessum árum vaknaði áhugi Magnúsar á að vinna framkvæmdinni brautargengi. Völlurinn var teiknaður inn á gamlar engjasléttur Hreðavatnsbænda inn á milli hrauntungna í Grábrókarhrauni ekki langt frá fossinum Glanna. Svæðið er jafnframt kjarri vaxið og í hrauninu birtast ýmsar kynjamyndir og þarna er sögð vera álfabyggð. Ég tel líkindi til að umhverfið hafi átt sinn þátt í að kveikja áhuga Magnúsar og fagurkerans í hans eðli. Fyrsta uppdrætti hönnuðar var ekki breytt og áður en varði voru frumherjarnir farnir að sjá golfhöggin fyrir sér og sjá hvar
...