Einar S. Hálfdánarson
Viðreisn boðar lægri vexti með upptöku evru á Íslandi. Þessi boðskapur vekur falskar vonir hjá fólki og aflar Viðreisn fylgis í skoðanakönnunum. Fjölmiðlunum hér er tíðrætt um upplýsingaóreiðu (falsfréttir) sem Trump og hans menn standa fyrir. Maður
líttu þér nær; íslenskir fjölmiðlar eiga skyldum að gegna við íslenskan almenning. Málflutningur Viðreisnar um vexti og evru byggist ekki á staðreyndum. Vaxtafrásögn flokksins er dæmigerð falsfrétt.
Staðreyndir um evru og vexti
Fyrirtæki eru nettólántakendur en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá lífeyrisþegum og almenningi til eigenda stórfyrirtækja.
Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun lægri eru vextir að öðru jöfnu. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags
...