Glæpasaga Dauðinn einn var vitni ★★★★★ Eftir Stefán Mána Sögur, 2024. Innb. 286 bls.
Sómi „Dauðinn einn var vitni er með bestu íslensku glæpasögunum.“
Sómi „Dauðinn einn var vitni er með bestu íslensku glæpasögunum.“ — Morgunblaðið/Arnþór

bækur

Steinþór Guðbjartsson

Stefán Máni hefur skrifað góðar glæpasögur og sú nýjasta, Dauðinn einn var vitni, er sú magnaðasta til þessa. Nánast er hugsað fyrir hverju smáatriði og púslin sem ein heild segja viðurstyggilega sögu, sem engu að síður endurspeglar ástandið í veröldinni að sumu leyti. Lýsingarnar eru margar svo stingandi að púlsinn hjá einni persónunni er á einni stundu örugglega kominn í 180 slög á mínútu. Hjartveikir ættu því að umgangast bókina með varúð en ómögulegt er og ekki ráðlegt að gera hlé á lestrinum eftir að hann hefst. Spennan þolir enga bið.

Dauðinn einn var vitni er ekki aðeins harðvítug glæpasaga heldur hvöss ádeila á ýmislegt sem viðgengst í samfélaginu. Vottar Jehóva fá

...