Sýningin The Brotherhood eftir listamanninn Woody Vasulka verður opnuð í BERG Contemporary á morgun, föstudaginn 1. nóvember, kl. 17. Heildarverkið „The Brotherhood“ er innsetning sem upphaflega saman­stóð af sex sjálfstæðum einingum
Bræðralag Stilla úr verkinu „The Brotherhood“ eftir Woody Vasulka.
Bræðralag Stilla úr verkinu „The Brotherhood“ eftir Woody Vasulka.

Sýningin The Brotherhood eftir listamanninn Woody Vasulka verður opnuð í BERG Contemporary á morgun, föstudaginn 1. nóvember, kl. 17.

Heildarverkið „The Brotherhood“ er innsetning sem upphaflega saman­stóð af sex sjálfstæðum einingum. Verkið hafði, samkvæmt tilkynningu, verið í þróun yfir tíu ára tímabil þegar það var í fyrsta og eina skiptið sýnt í heild sinni árið 1998. Það var í nýopnuðu safni NTT InterCommunication Center (ICC) í Tókýó.

„The Brotherhood“ er af mörgum talið vera lykilverk listamannsins Woody Vasulka (1937-2019), en Woody var ásamt konu sinni Steinu frumkvöðull í vídeólist á heimsvísu, segir í tilkynningunni. „Inntak „The Brotherhood“ er marglaga og er eitt af allra fyrstu gagnvirku listaverkunum sem gerð voru í heiminum.“