Hljómsveitin Sex tónlistarmenn skipa hljómsveitina Geisla.
Hljómsveitin Sex tónlistarmenn skipa hljómsveitina Geisla.

Hljómsveitin Geislar kemur fram í fyrsta sinn í níu ár annað kvöld, 1. nóvember, „með fangið fullt af nýrri tónlist“ eins og það er orðað í tilkynningu. Tónleikarnir verða haldnir í Iðnó og hefjast þeir klukkan 21.

Ný plata er væntanleg frá sveitinni, Supernature, og verða lög af henni frumflutt ásamt eldra efni í bland. Nokkur lög af plötunni eru nú þegar komin út og má þar nefna lögin „Sunspot“ og „Quicksilver“. Síðasta plata, Containing the Dark, kom út árið 2014 og hlaut fína dóma, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Hljómsveitina skipa söngkonan Sigríður Thorlacius, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón, Styrmir Sigurðsson á hljómborð, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.