Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund

Ríf­lega 40 börn hafa greinst með E.coli-sýk­ingu, þar af eru fimm al­var­lega veik og liggja á gjör­gæslu.

„Aðeins börn á leik­skól­an­um Mánag­arði hafa greinst með bakt­erí­una en ekki er hægt að úti­loka ógreind­ar sýk­ing­ar meðal full­orðinna. Beðið er eft­ir niður­stöðu úr sýn­um frá starfs­mönn­um,“ seg­ir Guðrún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir.

Hóp­sýk­ing­in virðist bund­in við leik­skól­ann, að sögn Guðrún­ar, en eng­inn utan hans hef­ur greinst með bakt­erí­una. Færri börn greind­ust með E.coli-smit á síðustu tveim­ur dög­um en dag­ana á und­an.

Verið er að rann­saka sýni úr mat­væl­un­um og munu niður­stöður von­andi liggja fyr­ir á næstu dög­um. Upp­runi hóp­sýk­ing­ar­inn­ar er því enn á huldu.

Guðrún seg­ir sýk­ing­una núna al­var­legri. Fleiri börn séu smituð og al­var­lega veik.