Miklar skuldir Reykjavíkurborgar og þung vaxtabyrði er mikið áhyggjuefni fyrir borgarbúa.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Reykjavíkurborg aflýsti skuldabréfaútboði, sem hún áformaði að halda í gær, miðvikudaginn 30. október. Er þetta fjórða útboðið sem borgin fellir niður á árinu. Tíð niðurfelling útboða endurspeglar versnandi lánskjör borgarinnar og minnkandi áhuga fjárfesta á skuldabréfum hennar í fyrri útboðum. Erfiður fjárhagur borgarinnar og slök áætlanagerð hefur þau áhrif að markaðurinn býst við miklu framboði af borgarbréfum og álagið er eftir því.

Undanfarin ár hafa skuldabréfaútboð og aðrar lántökur verið mikilvirkasta úrræði meirihluta borgarstjórnar til að fjármagna gífurlegan hallarekstur Reykjavíkurborgar. Frá árinu 2020 hefur borgin sótt um 65 milljarða króna á innlendan skuldabréfamarkað en einnig tekið um tólf milljarða króna langtímalán hjá viðskiptabönkum.

Áætlað er að borgarsjóður

...