Björn Bjarnason fjallaði á vefsíðu sinni um tölvupóst Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um Dag B. Eggertsson flokksfélaga sinn: „Í Silfri RÚV að kvöldi mánudagsins talaði Dagur B. eins og bugað fórnarlamb sem hefði þó þrek til að kasta svona hlutum aftur fyrir sig. Hann hefði rætt við Kristrúnu og þau hefðu verið sammála um að skilaboðin hefðu ekki verið heppileg. Þegar Dagur var spurður hvort Kristrún hefði beðið hann fyrirgefningar svaraði hann: „Já, það má segja það, allavega vorum við sammála um að þetta væri ekki heppilegt.“
Af þessum orðum má enn ráða að Kristrún sá ekki ástæðu til að biðja Dag B. afsökunar. Þau sitja áfram hlið við hlið á framboðslistanum og vilja breiða yfir ágreining sinn í von um að geta sýnt Samfylkinguna sameinaða gagnvart háttvirtum kjósendum.
Þau hafa hins vegar ólíka
...