„Ég er ástfanginn af Íslandi,“ er það fyrsta sem bandaríski sellóleikarinn og nítjánfaldi Grammy-verðlaunahafinn Yo-Yo Ma segir við blaðamann áður en hann bætir því við að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sæki landið heim
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
Viðtal
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Ég er ástfanginn af Íslandi,“ er það fyrsta sem bandaríski sellóleikarinn og nítjánfaldi Grammy-verðlaunahafinn Yo-Yo Ma segir við blaðamann áður en hann bætir því við að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sæki landið heim. „En eins og segir í Casablanca þá held ég að þetta sé byrjun á fallegu sambandi. Ég elska þetta land og fólkið sem ég hef hitt hefur sýnt mér hvernig gildi hafa verið haldin í heiðri hér í sögulega langan tíma, frá goðsagnakenndum tíma til nútímans. Mér finnst þetta land og fólkið sem hér býr búa yfir svo mikilli visku sem það getur deilt með heiminum. Ég bæði heyri og finn þetta í hljómsveitinni og sérstaklega þegar við komum fram á Arctic
...