„Þú ert nútímaskylmingaþræll að mörgu leyti,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu og besti leikmaður Íslandsmótsins, í Dagmálum. Breiðablik tryggði sér sigur á Íslandsmótinu á sunnudaginn…
Fyrirliði Höskuldur Gunnlaugsson leiddi Breiðablik til sigurs á dögunum.
Fyrirliði Höskuldur Gunnlaugsson leiddi Breiðablik til sigurs á dögunum.

„Þú ert nútímaskylmingaþræll að mörgu leyti,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu og besti leikmaður Íslandsmótsins, í Dagmálum.

Breiðablik tryggði sér sigur á Íslandsmótinu á sunnudaginn síðasta eftir öruggan sigur gegn Víkingi úr Reykjavík, 3:0, á Víkingsvelli í Fossvogi í lokaleik tímabilsins en bæði lið voru með 59 stig á toppi deildarinnar fyrir leikinn. „Þetta er ekki vinna þar sem þú getur falið þig á bak við eitthvað. Þú ert mjög berskjaldaður, tilfinningalega líka, og þá upplifir maður mjög sterkar tengingar á milli manna. Það er ótrúlega þýðingarmikið og dýrmætt að eiga þessi tengsl og það er það sem maður tekur út úr þessu öllu saman,“ sagði Höskuldur sem endaði langefstur í M-gjöfinni, einkunnagjöf Morgunblaðsins.