Ökumaður sem lést í árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi í desember á síðasta ári er talinn hafa verið með skerta athygli við akstur bifreiðar sinnar, mögulega meðvitundarlaus eða sofandi skömmu fyrir áreksturinn
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Ökumaður sem lést í árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi í desember á síðasta ári er talinn hafa verið með skerta athygli við akstur bifreiðar sinnar, mögulega meðvitundarlaus eða sofandi skömmu fyrir áreksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um slysið.
Atvik voru þau að Toyota Yaris-bifreið var ekið suðaustur Vesturlandsveg í átt að gatnamótunum við Skipanesveg. Volvo S40-bifreið var á sama
...