Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs, sem fram fer í Reykjavík í vikunni, nauðsynlegt að löggjöf ríkja í hælisleitendamálum væri ströng
Forsætisráðherra Ulf Kristersson á blaðamannafundi á þriðjudag.
Forsætisráðherra Ulf Kristersson á blaðamannafundi á þriðjudag. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs, sem fram fer í Reykjavík í vikunni, nauðsynlegt að löggjöf ríkja í hælisleitendamálum væri ströng. Hann sagði norræn ríki þurfa að vinna þétt saman í málaflokknum sem og með öðrum Evrópuríkjum.

Sagði Kristersson reynslu Svía þá að ríki hefðu takmörkuð úrræði til að hleypa mjög mörgum í gegnum landamærin á sama tíma.

...