Selenskí forseti opnar augu margra

Það var við hæfi að fá forseta Úkraínu á fund með forystumönnum Norðurlanda, í tengslum við fund þeirra hér. Selenskí er fylginn sér er hann talar máli þjóðar sinnar. En þrátt fyrir hetjulega baráttu forsetans og samherja hans er mjög á brattann að sækja. Hitt er einnig augljóst að Rússlandi var ætlaður sigur, vegna mikils stærðarmunar og mun stærra vopnabúrs. Á móti kemur að málstaður Volodimírs Selenskís forseta og þjóðar hans er mun sterkari en andstæðinga Úkraínu.

Einnig er ljóst að vestræn og evrópsk ríki eru að mestu ein um að vera stöðug í stuðningi sínum við Úkraínu. Þau ríki hafa vissulega staðið sig með prýði, en fóru óneitanlega hægt af stað. Í fyrstu fólst hjálpin við Úkraínu í að beita Rússland efnahagsþvingunum, sem talsmenn vestrænu ríkjanna fullyrtu að væri meiri en sést hefðu áður. Það tók tíma að viðurkenna að meintar efnahagsþvinganir voru aðallega tal, sem fór seint af stað og fljótt kom í ljós að hinar máttlausu sýndaraðgerðir breyttu engu. En smám

...