OR telur að eigið fé hækki um 31%.
OR telur að eigið fé hækki um 31%. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrir árin 2025 til 2029, sem stjórnin samþykkti nýlega, gerir ráð fyrir töluverðum vexti á umræddu tímabili fyrir Veitur, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarann, Carbfix og móðurfélag Orkuveitunnar.

Í spánni er gert ráð fyrir að árlegar tekjur vaxi úr 66,4 milljörðum króna 2024 í 88,1 ma.kr. árið 2029, eða um 33%. Eigið fé hækki úr 260 mö.kr. í árslok 2024 í 333 ma.kr. 2029, eða 31%.

Hins vegar er settur sá fyrirvari í spánni að hluti fjárfestinga Orkuveitunnar ráðist af ákvörðunum annarra, til dæmis ríkis og sveitarfélaga.