Hún aðhyllist miðjarðarhafsmataræði og segir það vera afar gott fyrir húðina. Þá fái líkaminn réttu næringarefnin til þess að húðin ljómi. Laufey er snyrti- og förðunarfræðingur og nuddari en hún lærði á Englandi og í Frakklandi
Geislandi Laufey Birkisdóttir aðhyllist miðjarðarhafsmataræði og segir að það hafi afar góð áhrif á húðina.
Geislandi Laufey Birkisdóttir aðhyllist miðjarðarhafsmataræði og segir að það hafi afar góð áhrif á húðina. — Morgunblaðið/Karitas

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Hún aðhyllist miðjarðarhafsmataræði og segir það vera afar gott fyrir húðina. Þá fái líkaminn réttu næringarefnin til þess að húðin ljómi.

Laufey er snyrti- og förðunarfræðingur og nuddari en hún lærði á Englandi og í Frakklandi. Hún rekur snyrtistofuna Leilu CACI á Seltjarnarnesi og blómstrar þar í sínu starfi.

„Ég hef ávallt aðhyllst heildræna meðferð, það er að segja að innra og ytra heilbrigði haldist í hendur. Hvernig þú hugsar um þig og ekki síður til þín er það sem skiptir máli. Einnig finnst mér mataræði skipta miklu máli og hefur miðjarðarhafsmataræði verið það sem hentar mér best,“ segir Laufey.

Húðin stærsta líffæri líkamans

Aðspurð segir Laufey að

...