„Fyrir 30 árum fór ég að hlusta skipulega á klassíska tónlist og hef alltaf haft áhuga á að miðla henni til almennings sem hefur áhuga á að kynna sér klassíska tónlist að einhverju leyti. Þá á ég ekki endilega við fólk sem hlustar skipulega heldur hefur gaman af tónlist almennt
Klassísk tónlist „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert svona skipulega áður,“ segir Magnús um bók sína.
Klassísk tónlist „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert svona skipulega áður,“ segir Magnús um bók sína. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Fyrir 30 árum fór ég að hlusta skipulega á klassíska tónlist og hef alltaf haft áhuga á að miðla henni til almennings sem hefur áhuga á að kynna sér klassíska tónlist að einhverju leyti. Þá á ég ekki endilega við fólk sem hlustar skipulega heldur hefur gaman af tónlist almennt. Heimur klassískrar tónlistar er mörgum hulinn en þetta er stór og veigamikill heimur og fólk veit ekki endilega hvar það á að byrja,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon, höfundur bókarinnar Klassísk tónlist – Á ferðalagi um tónlistarsöguna. Í ritinu eru lesendur leiddir með aðgengilegum hætti í gegnum tónlistarsöguna og sett eru fram dæmi sem hægt er að hlusta á samhliða lestrinum. Þá hefur höfundurinn útbúið spilunarlista á Spotify til að auðvelda lesendum að kynnast mörgum af helstu verkum tónlistarsögunnar.

...