Okkar fallega Ísland á einfaldlega ekki að vera vettvangur fyrir einhverja varasama ævintýramennsku.
Úrsúla Jünemann
Úrsúla Jünemann

Úrsúla Jünemann

Litla landið okkar ætlar að vera „stórasta land í heimi“. Margir halda því fram að Ísland gæti bjargað heiminum með því að búa hér til ógrynni af virkjunum til að skaffa „umhverfisvæna orku“ og minnka þar með kolefnisspor í heiminum og draga úr hlýnun jarðar. En staðreyndin er því miður sú að þó við munum virkja hverja sprænu, bora eftir gufuorku einnig á ótryggum stöðum og búa til vindmyllugarða út um allar trissur þá mun það ekki duga nema í brotabrot þeirrar orku sem talin er þörf á á heimsvísu. En svona áróður virkar og undir því yfirskini að hafa áhrif á hnattræna hlýnun ná allskonar ævintýramenn langt í sínum áformum.

Erlend stóriðjufyrirtæki sem hafa sest hér að kaupa orku frá okkur á niðursettu verði sem væri betur varið í að bæta hag innlendra fyrirtækja. Nefnum dæmi: Garðyrkjubændur eiga erfitt með

...