Við erum bæði miklir unnendur hrollvekja og börnin okkar elska hrekkjavökuna. Hér á heimilinu verður því heilmikið um að vera í dag, við skreytum garðinn ásamt nágrönnum okkar, breytum húsinu í draugahús til að hræða þá sem koma í leit að nammi, eins og tilheyrir á hrekkjavöku

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við erum bæði miklir unnendur hrollvekja og börnin okkar elska hrekkjavökuna. Hér á heimilinu verður því heilmikið um að vera í dag, við skreytum garðinn ásamt nágrönnum okkar, breytum húsinu í draugahús til að hræða þá sem koma í leit að nammi, eins og tilheyrir á hrekkjavöku. Hér í vesturbænum er mikil og skemmtileg hefð fyrir því að krakkar klæði sig í hrollvekjandi búninga og gangi um hverfið og sníki nammi á þessum degi,“ segja rithöfundahjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson, en Bragi hefur átt það til að leggja mikinn metnað í hrekkjavökubúninga barnanna. Dóttir þeirra var til dæmis á einni hrekkjavökunni bóndakona sem hafði lent í drifskafti og Bragi var í margar vikur að gera risavaxinn búning úr pappamassa.

„Núna

...